Fulltrúar nemenda í umhverfisnefnd 2018 - 2019

Tveir fulltrúar kosnir úr hverjum bekk í lýðræðislegri kosningu. Fundirnir byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum og lífsleikni. Í grunnskóla eru fundir haldnir fyrsta fimmtudag í mánuði og leikskóladeild a.m.k. einu sinni í mánuði. Hóparnir vinna ýmis verkefni þess á milli eða eins oft og þörf er á.

umhverfisnefnd 2018Fulltrúar nemenda í umhverfisnefnd 2018 - 2019
Fulltrúar frá leikskóladeild: Nói Ólafsson og Stefanía Rúnarsdóttir
1. LB María Rún Matthíasdóttir og Baldur Ernir Arnarson
2. ÞÓ Igor Adamczyk og Sigurlaug Jökulsdóttir
3. LH Anastasia Sóley Birgisdóttir, Ellert Orri Ínuson, Hjalti Örn Magnason
4. EH Sara Einarsdóttir, Sigvaldi Kaittisak Gunnarsson og Tristan Ernir Hjaltason
5. LR Aníta Máney Ólafsdóttir og Helga Katrín Grétarsdóttir
6. BL Aldís María Gylfadóttir, Hafdís María Einarsdóttir og Dagur Máni Viðarsson
7. GÓ Hugrún Daðadóttir og Ísabella Þóra Haraldsdóttir

Aðalfundur foreldrafélags Ártúnsskóla

Aðalfundur foreldrafélags Ártúnsskóla verður haldinn þriðjudaginn 23. október 2018 kl. 20:30 á sal Ártúnsskóla.

Dagskrá:
1. Hefðbundin aðalfundarstörf
- Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
- Gjaldkeri gerir grein fyrir fjárhagsafkomu félagsins og leggur fram reikninga
- Kosning stjórnar og fulltrúa leikskólans í skólaráði 
- Valgreiðslur til foreldrafélagsins sem ætlaðar eru til að styðja við félagsstarf í skólanum
- Önnur mál

2. Fræðsluerindi
Anna Lind og Pálína Ósk halda fyrirlestur til að gefa foreldrum hugmyndir og innblástur að aðferðum og tækni til að auka við útiveru í daglegu lífi. Anna Lind er menntuð í náttúrutengdri ferðaþjónustu og útivist og Pálína Ósk er annar höfundur Útilífsbókar fjölskyldunnar ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttir. Hún hefur einnig kennt útivist á háskólastigi og starfar við útikennslu og útilíf.

 Boðið verður upp á kaffi og með því.

Samskiptadagur og vetrarleyfi

Á morgun miðvikudaginn 17. október er samskiptadagur í grunnskólanum og opið er fyrir skráningu foreldraviðtala í mentor. Þennan dag er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir. Dagana 18., 19. og 22. október er vetrarleyfi í grunnskólanum. Vetrarleyfið tekur til allrar starfsemi grunnskólans, þar með talið starfsemi Skólasels. Opið er í leikskólanum þessa daga. Kennsla hefst eftir vetrarleyfi skv. stundaskrá þriðjudaginn 23. október. 

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur