Nemendur í 4. GV tóku þátt í landgræðslu

þann .

Efling gróðurlendis í Landnámi Ingólfs og endurheimt glataðra landgæða er meginviðfangsefni samtakanna ,,Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF)“

Með því að nýta lífræn úrgangsefni sem falla til frá þéttbýlistengdri starfsemi á svæðinu til að græða upp örfoka land fær hugtakið sjálfbær þróun jarðtengingu og raunverulega merkingu.
Þetta er annað árið sem nemendur Ártúnsskóla taka þátt í verkefninu, jákvæðir og glaðir tóku þeir til hendi og fengu mikið lof fyrir dugnað.

Sjálfbærni - uppskeruhátíð

þann .

Í gær, 30. maí, var uppskeruhátíð á sal skólans í tilefni af því að við erum búin að vera að vinna með þemað sjálfbærni á vorönninni. Allir árgangar skólans kynntu eitt af þeim verkefnum sem þeir unnu í tengslum við þemað, sem dæmi má nefna „moltugerð og ræktun“, „margnota nestisbox“ og „umhverfisvernd – hvað getum við gert?“ Verkefnin voru afar fjölbreytt og gaman var að sjá afrakstur vinnunnar hjá nemendum.
Segja má að eitt það mikilvægasta við að taka þátt í þessum verkefnum um sjálfbærni er að allir í skólanum hafa áttað sig á því að þátttaka allra skiptir máli fyrir jörðina og velferð okkar.

Sjálfbærni - gullkorn

Verndun jarðar

Moltugerð - myndband

Vorverkadagur foreldrafélagsins

þann .

gardverkfaeriForeldrafélag Ártúnsskóla hefur ákveðið að hafa vorverkadaginn fimmtudaginn 2. júní kl. 17:00 -19:00 og lýkur honum með grillveislu fyrir þreyttar hendur. Dagsetningin er sett fram með þeim fyrirvara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir. Ýmis verkefni á skólalóðinni verða á verkefnalistanum til að gera ástand hennar betra. Allir eru hvattir til að mæta með einhver verkfæri ef til eru á heimilinu. 

Dagur: 2. júní 2016, með fyrirvara um að veður verði í lagi.
Tími: 17:00 - 19:00.
Fyrir hvern: Allar hendur vel þegnar, stórar sem smáar.

Verkefnalisti (ekki tæmandi):
Garðvinna
Kantskera við stéttar og hús
Hreinsa beð
Reita arfa og hreinsa gangstéttarhellur
Raka möl
Týna rusl
Sópa
Hreinsa stéttar
Þrífa battavöll

Komum og gleðjumst í verkefnum sem gera börnin okkar enn glaðari í frábæru vinnuumhverfi sem skólinn okkar er.
Margar hendur vinna létt verk og margt smátt gerir eitt stórt.

Stjórn foreldrafélags Ártúnsskóla