Nemendafélagið FUÁ stóð fyrir könnun meðal nemenda á mötuneyti skólans

merkifua copyÍ byrjun janúar stóð FUÁ fyrir könnun meðal allra nemenda grunnskólans á mötuneytinu. Nemendur skráðu niður 3 stjörnur og eina ósk. Niðurstöðurnar voru mjög ánægjulegar, nemendur eru ánægðir með mötuneytið og finnst maturinn góður og starfsfólkið gott. Einnig kom fram mikil ánægja með að skammta sér sjálf  hjá elstu börnunum en það hefur gengið vel frá fyrsta degi. Frá byrjun febrúar mun 3. og 4.bekkur líka skammta sér sjálf.  Mikið hefur dregið úr matarsóun síðan nemendur byrjuðu að skammta sér sjálfir og er það gott. Matseðill febrúar mánaðar mun svo endurspegla óskir nemenda.

LESTRARSPRETTUR Í ÁRTÚNSSKÓLA janúar 2017

Átakið „Eitt ljóð á dag“ stendur yfir frá 16.-27. janúar. Í ár verður lestrarátakið helgað ljóðalestri. Lögð verður áhersla á vandaðan upplestur, framsögn og túlkun ljóða, ásamt ljóðaútskýringum. Gott er að foreldrar hjálpi börnum sínum við val á ljóðum og hlusti á upplestur þeirra og hvetji þá til að lesa mikið og vel.

Að þessu sinni verður einkenni átaksins ljóðaormur

Nánari upplýsingar um lestrarsprettinn má sjá hér. 

Gleðilegt nýtt ár!

Kæru nemendur og foreldrar/ forráðamenn

Um leið og við þökkum fyrir liðið ár minnum við á að í skólanum er lögð mikil áhersla á að allir komi með hollt og gott nesti í skólann.

Hollt og gott mataræði og dagleg hreyfing er nauðsynleg undirstaða heilbrigðs lífs!

Með bestu kveðju,

Starfsfólk Ártúnsskólasamlokur

 

Fleiri greinar...