Jól í skógi

endurskinsmerkiAllir bekkir eru að fara niður í Grenndarskóg Ártúnsskóla að leita að skínandi endurskinsstjörnum til að sýna okkur hversu vel endurskinsmerki lýsa í myrkri og hvetja okkur öll til að nota þau.
Við ætlum að fá okkur ljúffengt kakó og bragðgóðar, stökkar piparkökur við kertaljós og skemmtilegan sögulestur. Mjög mikilvægt er að allir komi með endurskinsmerki, vasaljós og klæddir í hlý föt þessa daga.

Það er flott að nota endurskinsmerki
Fulltrúar í umhverfisnefnd

LÍFRÍKI Í SJÓ OG VATNI

Nemendur í 5.-7. bekk hafa verið í hringekju og unnið að verkefninunum: hringrás vatns, sjálfbærni, umhverfisvernd - hreint vatn/mengað vatn, rannsóknir og sýnataka í grenndarskógi, sjávargróður og hvalir. Hver nemandi setti afraksturinn síðan upp í ,,harmonikkubók“.

Farið var í vettvangsferðir í nærumhverfi nemenda. Í Gallerý fisk voru þeir fræddir um mismunandi fisktegundir og nemendur komust m.a. að því að ekkert fer til spillis því allt slor og afgangar fara í refafóður. Í Heimilisiðnaðarfélaginu komust þeir að því að roðið af fiskinum er nýtt í ótrúlega fallega hluti, hér áður fyrr í skó en í dag til listsköpunar s.s. veski og  töskur. Nemendur fengu að handfjatla unnið roð og búa sér til afurð sjálf.

Við viljum þakkar Gallerý fisk og Heimilisiðnaðrfélaginu kærlega fyrir sérlega góðar móttökur. 

Föstudagssamvera 2. SÞ

Á föstudagssamveru 2. SÞ sýndu nemendur tvö leikrit um hana Siggu Viggu. Í bekknum hefur nýlega verið lokið við að lesa bók sem heitir Sigga Vigga og börnin í bænum. Sigga Vigga er góður vinur allra barna í bænum og hefur ráð undir rifi hverju.
Fjögur frumsamin leikrit af nemendum í 2. SÞ voru einnig sýnd á samverunni og voru þau fjölbreytt og skemmtileg.
Það eru sannarlega hugmyndaríkir og skapandi nemendur í þessum bekk. Sviðsmynd var unnin af nemendum með aðstoð Völu stuðningsfulltrúa.

Fleiri greinar...