Skólabyrjun 1. LH

Skólastarfið hjá 1. LH fer vel af stað og börnin eru ákaflega dugleg og áhugasöm.  Þau hafa skoðað skólann að innan sem utan og eru að læra skólareglurnar.    Í stærðfræði er grundvöllur lagður að talnaskilningi nemenda með því að aðgreina og flokka t.d. eftir lit, stærð, lögun og fjölda. 

Tölvukerfi Ártúnsskóla

Verið er að uppfæra tölvukerfi grunnskólanna. Tölvupóstur Ártúnsskóla liggur niðri meira og minna um óákveðinn tíma. Tölvupóstur kennara er í flestum tilvikum virkur. Ef þið þurfið að koma skilaboðum til skólans þá er síminn 4117670.

Skólabyrjun

Skólastarf fer vel af stað eftir sumarleyfi. Á leikskóladeildinni eru börn í aðlögun og skipulagt starf vetrarins að hefjast. Í frístund eru þau börn sem sótt hefur verið fyrir um komin með vistun. Í frístund er mikill fjöldi barna í ár og vel gengur að skipuleggja fjölbreytt og skemmtilegt starf.

Vikan var sérlega ánægjuleg í grunnskólanum þessa fyrstu daga. Veðrið lék við okkur svo kennslan var stundum færð út í góða veðrið auk þess sem farið var í hjólaferðir, nemendur lögðust í rannsóknarvinnu í náttúrufræði og nutu útiverunnar. 

Fyrsta samveran var á sal skólans í dag. Dregið var úr þraut vikunnar og fyrsta viðurkenning frá bókasafni fyrir lestur afhent. Að venju var sungið og líkt og áður var fyrsta lag skólaársins skólasöngur skólans. Nemendur tóku vel undir og yngstu nemendur stóðu sig með prýði á samverunni. Skólavinir vikunnar þær Emilía, Eva og Eyvör hafa ekki látið sitt eftir liggja og hafa staðið fyrir leikjum í frímínútum auk þess sem þær hafa verið duglegar að aðstoða yngstu nemendur þessa daga.

Fleiri greinar...