Íþróttadagur

fotboltiMiðvikudaginn 28. september er íþróttadagur í grunnskóladeild Ártúnsskóla. Fyrstu tvo tímana er hefðbundinn skóladagur en kl. 10:00 hefst íþróttahringekja. Hringekjan samanstendur af níu íþróttastöðvum þar sem meðal annars verður dansað, spilaður fótbolti, bandýleikur og baunagolf. Að þessu sinni verður einnig fræðsla um vatn og mikilvægi þess.  Við erum mikið úti þennan dag og því þurfa allir að vera klæddir eftir veðri. Íþróttadagur er skertur skóladagur og kl. 12:40 fara nemendur í 4. - 7. bekk heim. Nemendur í 1. - 3. bekk fara allir í Skólasel sem og þeir nemendur í 4. bekk sem þar eru á skrá. Nemendur í 1. - 3. bekk sem ekki eiga vistun í Skólaseli fara heim skv. stundaskrá.

Sjá myndir:

 

Kassatrommur

kassi smidiÍ síðustu viku lögðu nokkrir nemendur lokahönd á tvær kassatrommur, Cajon, sem voru val- og samvinnuverkefni í smíðatímum. Verkefnið hófst snemma á þessu ári og hafa margir nemendur, í 2. - 7.bekk, tekið þátt með því að pússa, bora, líma eða skrúfa saman. Trommurnar eru þegar komnar í notkun í tónmennt og munu mjög líklega sjást á sviði skólans í framtíðinni.

 

Fleiri greinar...